Starfsfólk FAS bauð íbúum Nýheima í kaffi

18.okt.2022

Fyrir nokkrum árum skiptust íbúar Nýheima á að sjá um sameiginlega kaffitíma fyrir húsið. Þetta var gert til að allir þeir fjölmörgu sem í húsinu starfa hefðu færi á að hittast og spjalla yfir kaffibolla og maula á góðgæti. Vegna Covid lögðust þessi sameiginlegu kaffitímar af en það hefur þó alltaf af og til rætt um að það endurvekja þá.

Í morgun var svo komið að fyrsta sameiginlega kaffinu og var það starfsfólk FAS sem sá um að koma með meðlæti. Það er skemmst frá því að segja að íbúar hússins tóku tilbreytingunni vel og fjölmenntu á Nýtorg í löngu frímínútunum. Veitingarnar runnu ljúflega niður og íbúar hússins spjölluðu um daginn og veginn.

Við erum strax farin að hlakka til næsta sameiginlega kaffitíma.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...